22. nóvember 2013
Fréttir

HESTAHÁTÍÐ barna og unglinga verður haldin föstudaginn 29. nóvember í anddyrinu á reiðhöllinni Gaddstaðaflötum kl. 17:00 - 19:00.
Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum:
Kyning á starfinu í vetur.
Hestauppákoma þar sem gleðin verður við völd.
Verðlaunaafhending fyrir duglega hestakrakka úr Hestamannafélaginu Geysi.
Pizzur í boði æskulýðsnefndar.
Kúrekanámskeiðið vinsæla verður til kynningar.
Öll börn, unglingar og foreldrar velkomin sem hafa áhuga á að kynna sér betur hvað hestamennskan hefur uppá að bjóða.
-Æskulýðsnefnd Geysis.