Í morgun þann 25. júní varð Rangárþing ytra formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar Alma D. Möller, landlæknir og Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis á skrifstofu sveitarfélagsins. Í tilefni þess kom listasmiðjan frá vinnuskólanum og börn úr elstu deild leikskólans á Heklukoti og fluttu sitthvort lagið. Björk Grétarsdóttir, oddviti var síðan með stutta kynningu á því starfi sem búið að eiga sér stað og sagði frá dagskrá viðburða sem stefnt er að vera með á vegum Heilsueflandi samfélags. Í lokin var Alma með kynningu á Heilsueflandi samfélagi. Undirskrift, lagaflutningur og kynningar voru teknar upp og verður deilt því myndbandi á næstu dögum.
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Félagasamtök og stofnanir á svæðinu hafa tekið vel í að koma að verkefninu og er stefnt að því að skrifa undir samstarfssamning með þeim á næstu dögum. Búið er að skipa þverfaglegan stýrihóp fyrir starfið sem tryggir aðkomu lykilhagsmunaaðila að því. Með honum starfar Saga Sigurðardóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins sem tengiliður við Embætti landlæknis.
Stýrihópinn skipa:
Björk Grétarsdóttir
Ástþór Jón Ragnheiðarson
Steindór Tómasson
Árbjörg Sunna Markúsdóttir
Sigríður Hannesdóttir
Varamenn:
Guðmundur Jónasson
Jón Ragnar Björnsson
Goði Gnýr Guðjónsson