Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

Efnisnáma við Ferjufit, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gerð verði nauðsynleg breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og efnisnámu E122 bætt í greinargerð. Þar sem um verulega raskað og ófrágengið svæði er að ræða telur sveitarstjórn að um málsmeðferð skuli fara eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er það niðurstaða sveitarstjórnar að umrædd áform um efnistöku í þegar röskuðu svæði sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Hér er hægt að sjá breytinguna. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?