Kæru sveitungar, vegna covid-19 veirunnar var ákveðið að fara nýjar leiðir varðandi dagskrá á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Í ár er því ávarp fjallkonu, ræða nýstúdents og tónlistaratriði í boði listasmiðju vinnuskóla sveitarfélagsins sýnt með rafrænum hætti. Hér að neðan má nálgast öll myndböndin.
Fjallkona árið 2020 er Áslaug Anna Kristinsdóttir en ávarp fjallkonunnar er eftir Sigurj. Guðjónsson frá Vatnsdal.
Dagný Rós Stefánsdóttir sem útskrifaðist á dögunum sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fer með ræðu nýstúdents.
Listasmiðja á vegum vinnuskólans í Rangárþingi ytra syngur og spilar 17. júní söng.
Listasmiðja á vegum vinnuskólans í Rangárþingi ytra syngur og spilar lagið Vor í Vaglaskógi.
Gleðilega þjóðhátíð!
Atvinnu- og menningarmálanefnd