29. apríl 2019
Fréttir
Kvennakórinn Ljósbrá heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt á þessu ári og ætlar að fagna þeim merkisáfanga með afmælistónleikum þar sem verða meðal annars teknir gamlir slagarar og saga kórsins reifuð.
Kórstjóri er Ingibjörg Erlingsdóttir og Djassband Suðurlands sér um undirleik.
Við ætlum að halda upp á stórafmælið með tveimur tónleikum. Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook!
Fyrri tónleikarnir verða í Hvolnum Hvolsvelli þann 1. maí klukkan 16:00 og verður boðið upp á afmæliskaffi í hléi. Svo höldum við til stórborgarinnar og verðum með tónleika í Digraneskirkju klukkan 20:00 þann 2. maí.
Miðaverð er 3000 krónur, frítt fyrir 16 ára og yngri.
ATHUGIÐ! Enginn posi verður á staðnum.