Laugardaginn 12. maí verður leikskólinn Heklukot á Hellu með opið hús og foreldrafélagið með vorhátíð sína kl. 10:00-12:00.
Á vorhátíðinni verður Grænfáninn afhentur og verður dagskráin þannig:
kl. 10:00 verður athöfn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi og þar verða sungin tvö lög. Þaðan verður gengið í leikskólann Heklukot. Við hvetjum foreldra leikskólabarna til að mæta að Lundi með börnin sín og alla aðra sem geta verið með okkur. Þegar við komum í Heklukot verður athöfn við fánastöng leikskólans þar sem Grænfáninn verður dregin að húni og leikskólabörn munu syngja tvö lög.
Foreldrafélagið býður til grillveislu í leikskólanum þar sem pylsur verða seldar á 150 kr. og safi á 50 kr. allur ágóði rennur í söfnun fyrir leiktækjum á lóð leikskólans.
Allir hjartanlega velkomnir!
Endilega komið og gerið ykkur glaðan dag með okkur!