Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði fyrri KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði fyrri KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það var heldur betur boðið upp á dramatískan lokakafla þegar KFR sigraði Smára 2-3 í deildarbikar karla í knattspyrnu í dag.

Liðin mættust í Fagralundi í Kópavogi og þar komust Smáramenn yfir strax á 5. mínútu leiksins. Heiðar Óli Guðmundsson jafnaði fyrir KFR tíu mínútum síðar og þar við sat í fyrri hálfleik, 1-1 í leikhléi.

Það var hart barist í seinni hálfleik og á 70. mínútu komst Smári aftur yfir. Allt stefndi í sigur heimamanna, þangað til á 90. mínútu að Rangæingar fengu vítaspyrnu og úr henni skoraði Kristinn Ásgeir Þorbergsson af öryggi. Á áttundu mínútu uppbótartímans fékk KFR svo aukaspyrnu á hættulegum stað og úr henni skoraði Helgi Valur Smárason sigurmark leiksins. Lokatölur 2-3.

Rangæingar eru ósigraðir í toppsæti riðils 4 í C-deildinni en Smári er í 4. sæti og hefur ekki enn náð í stig.

Frétt þessi birtist á www.sunnlenska.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?