Myndir af hlaupaleiðum eru neðst í fréttinni.
Myndir af hlaupaleiðum eru neðst í fréttinni.

Töðugjaldahlaupið verður haldið föstudaginn 16. ágúst kl. 16. Það verður upphitun og stemning frá kl. 16 og svo verður ræst um kl. 16.20.

RÆST VERÐUR FRÁ SYÐRI BOLLANUM Á BAKKA RANGÁR VIÐ ÞRÚÐVANG Á HELLU (BEINT Á MÓTI LEIKSKÓLALÓÐINNI).

Það verða vegalengdir fyrir alla aldurs- og getuhópa. Það verður ekki tímataka og því verður þetta fyrst og fremst skemmtileg uppákoma. 

Verðlaun og drykkir fyrir alla sem klára! 

Hægt er að safna stigum fyrir sitt hverfi - þátttaka = 1 stig (skráð á staðnum)

BÚNINGASTIG: Mættu í búning í 1 km skemmtiskokkið (eða lengri vegalengdir) og fáðu stig fyrir þitt hverfi - búningur =  1 stig (skráð á staðnum)

Vegalengdirnar verða þrjár, 1km skemmtiskokk, ca 5km hlaup og svo 10km hlaup.

1km skemmtiskokk hlaupið innan Hellu

5km hlaup gegnum Hellu og Melaskóg

10km hlaup gegnum Hellu og svo ævintýraleið í gegnum Aldamótaskóg. Utanvega og yfir læki og sanda. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?