Áhaldahús Rangárþings ytra óskar eftir verkamanni í fullt starf

Áhaldahús Rangárþings ytra óskar eftir að ráða verkamann í fullt starf.

Hjá áhaldahúsi starfa að jafnaði 7–8 manns auk sumarstarfsfólks og vinnuskóla. Áhaldahús þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins er við Eyjasand 9 á Hellu.

Starfskröfur:

  • Mikilvægt er að viðkomandi sé með vinnuvélaréttindi og vanur tækjavinnu.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
  • Gerð er krafa um stundvísi, áreiðanleika og lipurð í samskiptum.

Helstu verkefni sem viðkomandi mun sinna:

  • Almenn þjónusta við eignir og umhverfi sveitarfélagsins.
  • Snjómokstur í þéttbýli.
  • Þjónusta við veitukerfi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps ásamt fráveitu.
  • Viðhald og endurnýjun gatna og gangstíga ásamt umhirðu opinna svæða.
  • Önnur tilfallandi verkefni í víðfeðmu og ört stækkandi sveitarfélagi.

Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf fyrir réttan aðila.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Haukur Tómasson, forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs, á netfanginu tomas@ry.is eða í síma 894-6655.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2025. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Senda skal umsóknir á netfangið tomas@ry.is. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Rangárþing ytra áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hægt er að sækja um starfið með því að fylla út þetta eyðublað

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?