Þjónustumiðstöð auglýsir starf í áhaldahúsi -  tímabundin afleysing

Áhaldahús Rangárþings ytra óskar eftir að ráða starfsmann til afleysinga næsta árið í það minnsta.

Starfskröfur:

  • Mikilvægt er að viðkomandi sé með vinnuvélaréttindi og vanur tækjavinnu.
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri.
  • Gerð er krafa um stundvísi, áreiðanleika og lipurð í samskiptum.

Helstu verkefni sem viðkomandi mun sinna:

  • Almenn þjónusta við eignir og umhverfi sveitarfélagsins.
  • Snjómokstur í þéttbýli.
  • Þjónusta við veitukerfi Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps ásamt fráveitu.
  • Viðhald og endurnýjun gatna og gangstíga ásamt umhirðu opinna svæða.
  • Önnur tilfallandi verkefni í víðfeðmu og ört stækkandi sveitarfélagi.

Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf fyrir réttan aðila.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2025.

Frekari upplýsingar veitir Tómas Haukur Tómasson á tomas@ry.is eða í síma 8946655

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?