26. ágúst 2024
Fréttir
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps undirbýr nú snjallmælavæðingu og verða fyrstu skref hennar tekin á næstunni.
Í upphafi verður undirbúningur hafinn við að mælavæða notendur á stærri búum og gististöðum.
Starfsmenn vatnsveitunnar munu heimsækja viðkomandi staði til að afla upplýsinga um hentugan stað fyrir mælingu og jafnframt til að sannreyna stærð heimæðar.
Haft verður samband við viðkomandi aðila með símtali áður en starfsfólk mætir á staðinn.
Vatnsveitan vonast eftir góðri samvinnu við notendur við undirbúning vinnunnar.