Röskun á skólastarfi 6. febrúar vegna veðurs

Grunnskólinn á Hellu:

Eftirfarandi tilkynning barst frá Grunnskólanum á Hellu vegna rauðrar veðurviðvörunar sem er nú í gildi. Skólabílar aka ekki og fólk er hvatt til að halda börnum sínum heima ef mögulegt er.

Heil og sæl.

Nú er komin rauð veðurviðvörun fyrir morgundaginn og Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi.

Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að skólabílar sæki nemendur heim í fyrramálið. Skólinn verður opinn en skólastarf verður að öllum líkindum ekki með hefðbundnum hætti.

Við hvetjum fólk til að halda börnum sínum heima sé þess kostur. Mikilvægt er að fylgja þeim börnum sem mæta í skólann inn í bygginguna og er best að allir komi í gegnum kennarainngang sem snýr að Útskálunum.

Að lokum hvetjum við fólk til að fylgjast með fréttum og tilkynningum frá Almannavörnum. Ef eitthvað breytist sendum við út annan póst eigi síðar en kl. 07:30 í fyrramálið.

Með bestu kveðjum,

Kristín Sigfúsdóttir, skólastjóri

 

Laugalandsskóli:

Laugalandsskóli verður lokaður fimmtudaginn 6. febrúar.

 

Leikskólinn Heklukot

Lokað til hádegis í dag 6. febrúar í það minnsta. Staðan tekin um hádegi og foreldrar látnir vita.

 

 

 

Fréttin verður uppfærð ef upplýsingar berast frá fleiri stofnunum um lokanir eða raskanir.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?