Rangárþing ytra plokkar!

Rangárþing ytra hvetur til þátttöku í stóra plokkdeginum laugardaginn 25. apríl – á degi umhverfisins.

Laugardaginn 25. apríl 2020 frá kl. 10-12 verður hægt að nálgast poka til ruslatínslu hjá þjónustumiðstöð sveitarfélagsins við Eyjarsand 9 á Hellu. Að tínslu lokinni verður síðan hægt að fara með afraksturinn á næstu grenndarstöð.

Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna. Að plokka fegrar umhverfið okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir stormasaman vetur. Nýtum tímann á meðan samkomubann stendur yfir í að hreinsa til í sveitarfélaginu okkar með því að tína rusl sem víðast. Íbúar í dreifbýli eru hvattir til að ganga meðfram vegum og girðingum og tína rusl sem þar hefur safnast.

PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI
• Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
• Klæðum okkur eftir veðri
• Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
• Hver á sínum hraða og tíma
• Frábært fyrir umhverfið
• Öðrum góð fyrirmynd

Plokkið er ekki brot á samkomubanni en íbúar eru beðnir að virða tveggja metra fjarlægðarmörkin.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?