11. október 2024
Fréttir
„Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun“ var yfirskrift viðurkenningarhátíðar Jafnvægisvogarinnar 2024.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en félagið veitir þessa viðurkenningu árlega þeim þátttakendum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum.
Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og er Rangárþing ytra þar á meðal.
Markmið jafnvægisvogarinnar er 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi og þess má geta að stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði.
Sveitarfélagið hefur hlotið þessa viðurkenningu árlega frá árinu 2021 og þakkar FKA fyrir framtakið.