Opinn fyrirlestur um snjalltækjanotkun barna og ungmenna
Foreldrafélög Grunnskólans á Hellu, Laugalandsskóla og Hvolsskóla bjóða upp á ókeypis fyrirlestur 27. febrúar kl. 17:00 í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8.
 
Fjallað verður um snjalltækjanotkun barna á leik- og grunnskólaaldri, hvernig foreldrar geta aðstoðað börn sín við að fóta sig í stafrænum heimi og gætt þess að jafnvægi sé á milli notkunarinnar og annarra daglegra athafna. Bent verður jafnframt á hagnýtt efni til stuðnings bæði notkuninni og námi þeirra.
Leiðbeinandi er Bergþóra Þórhallssdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni á Menntasviði Kópavogsbæjar.
 
Fyrirlesturinn verður einnig í fjarfundi á Teams.
Skráning er nauðsynleg fyrir fjarfundinn hér https://forms.microsoft.com/e/109FuP0kwq
 
 
Hvetjum ykkur til mætingar - kostar ekkert inn!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?