Með bréfi dagsettu þann 20. september 2013 var óskað eftir því að forstöðumenn stofnana og sveitarfélaga tilnefni verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Föstudaginn 24. Janúar 2014 verður ráðstefna með erlendum og innlendum fyrirlesurum og verðlaunaafhending haldin á Grand Hótel Reykjavík frá 14- 17.
Með nýsköpunarverkefnum er átt við nýjar lausnir eða þýðingarmiklar endurbætur á eldri lausnum sem opinber aðili hefur innleitt að eigin frumkvæði og beinast að því að bæta stjórnsýslu og/eða þjónustu við notendur með nýjum vinnubrögðum, tækni eða skipulagi.
• Verkefninu þarf að hafa verið hrint í framkvæmd á sl. þremur árum (undirbúningur getur hafa staðið lengur) og greinanlegur árangur þarf að hafa náðst.
• Tilnefningunni fylgi stutt lýsing á viðkomandi verkefni, hver var hvatinn að verkefninu, hvernig því var hrint í framkvæmd, auk þess sem lýst er ávinningi fyrir notendur og stofnunina/sveitarfélagið. Hægt er að senda inn tilnefningar um eitt eða fleiri verkefni frá hverri stofnun eða sveitarfélagi.
Gott er að hafa verkefni sem tilnefnd hafa verið til nýsköpunarverðlaunanna síðastliðinn ár til hliðsjónar. Á nýsköpunarvefnum má finna safn um 100 verkefna sem tilnefnd hafa verið síðastliðin tvö ár auk margvíslegra upplýsinga um nýsköpun hjá hinu opinbera, m.a.
Verkefnin verða metin út frá eftirtöldum þátttum: Nýsköpunargildi verkefnis, frumleika, almannagildi og mikilvægi fyrir stofnun/sveitarfélag, auk þess er metið hvort að verkefnið nýtist öðrum stofnunum/sveitarfélögum og hvort að rekstrarlegur ávinningur sé af verkefninu.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: nyskopun@fjr.stjr.is. Skilafrestur er til 8. nóvember 2013. Gott er að senda tilnefningarnar bæði á pdf og word formi.