Nýr leikskólastjóri á Heklukoti

Auður Erla Logadóttir tók í dag við sem leikskólastjóri á Heklukoti. Auður Erla er alin upp á Hellu og þekkir vel til á Heklukoti enda hefur hún starfað þar frá árinu 2009, nú síðast sem deildarstjóri. Hún er  uppeldisfræðingur frá KPS í Kaupmannahöfn. Auði Erlu fylgja góðar óskir í mikilvægu starfi fyrir Rangárþing ytra.


Þórunn Ósk Þórarinsdóttir sem starfað hefur við góðan orðstír sem leikskólastjóri Heklukots ákvað í haust að hverfa til annarra starfa – henni fylgja bestu óskir og innilegar þakkir fyrir gott starf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?