20. ágúst 2020
Fréttir
Þessa dagana er góða veðrið nýtt til að ljúka ýmsum verkefnum fyrir haustið. Þannig var í vikunni lokið við að jarðvegsskipta og malbika bílaplanið sunnan við skólahúsin á Laugalandi. Þegar búið verður að ganga frá hellulögn og lýsingu verður aðstaðan orðin hin glæsilegasta. Í dag er svo verið að malbika plönin í kringum hina nýju slökkvistöð Brunavarna Rangárvallasýslu bs sem stendur við Dynskála 49 á Hellu. Með þessum framkvæmdum lýkur byggingu hinnar nýju slökkvistöðvar og ekkert því til fyrirstöðu að taka hana formlega í notkun núna á næstu vikum.