Kjörfundur vegna alþingiskosninga fer fram laugardaginn 30. nóvember 2024.
Í Rangárþingi ytra verður kosið í Grunnskólanum á Hellu, Útskálum 6-8, og hefst kjörfundur kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Inngangur er um vesturhlið við Kringluna.
Athygli kjósenda er vakin á skyldu til að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í Miðjunni, Suðurlandsvegi 1–3, fram að kjördegi á opnunartíma en kjósendur geta einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á eftirfarandi vefslóð:
https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/
Hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna má nálgast á upplýsingarvef island.is með því að smella hér. Þar eru m.a. upplýsingar um utankjörfundaratkvæði, kjörstaði, frambjóðendur og fleira.