Mynd: Jón Karl Snorrason.
Hvað gerum við?
Rangárþing er gífurlega öflugt matvælahérað en hér fer einnig fram margvísleg önnur starfsemi. Á opnum íbúafundi um atvinnumál verður farið yfir það hvað við gerum, í hverju framtíðarmöguleikarnir felast og hvaða ógnir steðja að okkur.
Opinn íbúafundur um atvinnumál í Rangárþingi ytra verður haldinn þriðjudaginn 23. mars kl. 20:00 – 22:00 á Stracta hótel, Hellu.
- Sigurður H. Markússon nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun flytur erindi um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
- Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri veltir fyrir sér hlutverki sveitarfélagsins í þessu samhengi.
- Hvernig mætti ýta undir nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu?
- Hverjir eru styrkleikar svæðisins sem virkja mætti betur til atvinnusköpunar?
- Eru einhver grunnatriði innan svæðisins sem þarf að efla til að atvinnulíf blómstri enn frekar?
Í boði verður að taka þátt í fundinum á staðnum og á ZOOM, þeir sem ætla að taka þátt í fundinum þurfa að skrá sig fyrir kl. 16:00 þann 23. mars á vef sveitarfélagsins.