Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Skammbeinsstaðir 1D, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.9.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Skammbeinsstaðir 1D. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 12 ha. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús, gestahús og skemmu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Hagabraut (nr. 286).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Svínhagi SH-20, Rangárþingi ytra, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 25.7.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga SH-20. Tillagan tekur til byggingarreita þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, frístundahús / gestahús og gróðurhús/geymslu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Þingskálavegi (268). Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 11. nóvember 2020

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?