1302038 – Jarlsstaðir, breyting á landnotkun
Sveitarstjórn vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna breytinga á landnotkun í landi Jarlsstaða, þar sem 50 ha. svæði verður skilgreint sem frístundasvæði ásamt áformum um golfvöll og útivist. Jafnframt verði gerð grein fyrir vatnsbóli og efnistöku á svæðinu.
1407012 – Helluvað 3, breyting á landnotkun
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Helluvaðs 3 þar sem 10,2 ha. lands er breytt í frístundasvæði úr landbúnaðarsvæði.
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi.
1406014 – Helluvað 3, Rangárþingi ytra
Um er að ræða frístundasvæði innan Helluvaðs. Svæðið er um 16 ha að stærð og gert verður ráð fyrir 6 lóðum. Aðkoma er af Rangárvallavegi nr. 264 skammt ofan Suðurlandsvegar, um veg að Gilsbakka og áfram veiðislóða að Ytri-Rangá og af honum verður gerður nýr, um 300m langur aðkomuvegur að frístundahúsunum.
Ofantaldar lýsingar eru til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur föstudaginn 1. ágúst, klukkan 15.00
- - - - - - - - - - - - - - - - - -
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1311031 - Rangárflatir, Hellu, stækkun þjónustu- og athafnasvæðis
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi. Gerð verður breyting á skipulagsmörkum þjónustu- og athafnasvæðis við Rangárflatir á Hellu, þar sem gert er ráð fyrir að svæðið stækki til suðurs.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
1310043 - Hallstún, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi. Gerð verður breyting á landnotkun þar sem 3 ha spildu landbúnaðarsvæðis verður breytt í frístundasvæði, merkt F72 á uppdrætti aðalskipulags. Einnig verði frístundasvæði minnkað á svæði merktu F27, þar sem 40 ha. svæði verður breytt í landbúnaðarsvæði.
Í greinargerð, kafla 4.3, bætist við í töflu: „F72 Hallstún - Gert er ráð fyrir allt að 3 ha svæði fyrir allt að 5 lóðir“.
Gerð verði einnig breyting á núverandi texta í töflu: „F27 Hallstún – Gert er ráð fyrir allt að 5 lóðum á um 12 ha. svæði“.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
1401006 - Jónskot úr landi Kots, Rangárþingi ytra
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi. Gerð verður breyting á landnotkun þar sem 3 ha spildu úr landbúnaðarsvæði verður gert að frístundasvæði, merktu F73. Á svæðinu eru nú þegar tvö frístundahús.
Í greinargerð, kafla 4.3, bætist við í töflu: „F73 Jónskot í landi Kots – Gert er ráð fyrir allt að 3 ha svæði fyrir allt að 5 lóðir“.
Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
1406019 – Ölversholt 5, spilda, Rangárþingi ytra
Um er að ræða deiliskipulag á 10,2 ha. spildu úr landi Ölversholts, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús og útihús.
1306067 – Dynskálar, breyting á deiliskipulagi, Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi iðnaðarsvæðis við Dynskála á Hellu. Samhliða breytingunni er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir umrætt svæði eða við Dynskála 28-36. Suðurmörk byggingarreita verða færðir til suðurs til jafns við aðra reiti vestan Langasands. Gildandi deiliskipulag er dagsett 20.3.2013
1301031 – Rangárbakkar, breyting á deiliskipulagi, Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi vegna landnotkunar við Rangárflatir 4. Samhliða breytingunni er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Deiliskipulagið tekur til stækkunar á verslunar- og þjónustulóð undir hótel Stracta. Gildandi deiliskipulag er dagsett 20.3.2013
1310041 – Hallstún, Melbær, Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun á spildu Melbæjar úr landi Hallstúns. Samhliða breytingunni er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Skipulagið tekur til tveggja lóða fyrir frístundahús og einnar fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu.
1212004 – Jónskot, Rangárþingi ytra
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi vegna breytinga á landnotkun í landi Kots á Rangárvöllum. Samhliða breytingunni er lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði kallað Jónskot. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stækka núverandi frístundahús, byggja gestahús í stað geymslu sem verður rifin og byggja nýja geymslu.
Ofantaldar tillögur liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is . Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. ágúst 2014
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra