Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tilaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

 

Gaddstaðir íbúðasvæði. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúðasvæðið á Gaddstöðum. Breytingin tekur til frístunda- og íbúðasvæðis, þar sem fjöldi lóða og aðkomuvegur að ÍB29 og F63 er endurskoðaður þar sem núverandi aðkoma var aðeins ætluð til bráðabirgða. Ný aðkoma að svæðinu verður meðfram Suðurlandsvegi (1) að sunnanverðu, frá væntanlegu hringtorgi við Reykjagarð. Núverandi aðkoma að svæðinu sem er um Aldamótaskóg verður felld úr gildi. Í samræmi við breytingu á legu aðkomuvegar verða lóðarmörk endurskoðuð og fyrirhugað er að fjölga heimiluðum lóðum svæðanna í aðalskipulagi.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is og að auki í www.skipulagsgatt.is

Kynningu lýkur þriðjudaginn 11. febrúar nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?