Mynd: EVS
Það er ánægjulegt að sjá hve myndarlegir fjárstyrkir renna til verkefna í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra til uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum árið 2021. Alls eru þetta 274 mkr en þetta kom fram s.l. þriðjudag er þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu grein fyrir úthlutunum úr sjóðum á vegum ráðuneyta sinna. Samtals var úthlutað 764 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Verkefnin í Rangárþingi ytra eru þessi:
Áningarhólf á Dómadalsleið |
0,5 mkr |
Ægissíðuhellar |
5,6 mkr |
Keldur á Rangárvöllum |
22 mkr |
Rauðufossar |
31,5 mkr |
Landmannahellir |
2 mkr |
Friðland að Fjallabaki |
17,8 mkr |
Suðurnámur |
40 mkr |
Landmannalaug |
76 mkr |
Laugavegur |
30 mkr |
Laugahringur |
48,6 mkr |
Hægt að skoða kortið og sjá aðeins um hvert og eitt verkefni.