Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1306058 – Galtalækur II, breyting vegna iðnaðarsvæðis fyrir fiskeldi. - PDF
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi. Gerð verður breyting á kafla 4.4 um iðnaðarsvæði og á uppdrætti Aðalskipulags Rangárþings ytra. Afmarkað er nýtt iðnaðarsvæði I15, á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags. Texti í greinargerð verður: " Fiskeldi, framleiðsla verður allt að 200 tonn á ári". Gerð verður nánari grein fyrir öðrum þáttum í deiliskipulagi í samræmi við aðalskipulag.
Ofantalin tillaga ásamt umhverfisskýrslu er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Kynningu lýkur föstudaginn 27. september, klukkan 15.00
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra