Taktu þátt í landsleiknum – nýsköpunarverkefni þar sem þú getur deilt þinni sýn og hugmyndum um fram…

Rangárþing ytra er þátttakandi í verkefninu PHOENIX (meira hér https://phoenix-horizon.eu/) sem er fjölþjóðlegt rannsóknaverkefni um aðferðir til að auka þátttöku almennings og hlutdeild í stefnumótun á sviði umhverfis- og loftslagstengdra málefna. Háskóli Íslands leiðir verkefnið á Íslandi og snýr verkefnið að nýrri nálgun til þess að draga fram skoðanir íbúa sem aftur nýtast til stefnumótunar um landnýtingu, landvernd og annað sem lýtur að skynsamlegri notkun og framtíðarsýn á hálendið.

Verkefnið snýst um að bjóða upp á samráðsvettvang á netinu þar sem þátttakendum gefst kostur á að setja fram hugmyndir sínar og sýn og ræða við aðra um landnýtingu á hálendinu.

Byggt er á vefsvæði sem hefur verið hannað sérstaklega í þessum tilgangi. Þátttakendur fá aðgang að korti sem útlínur sveitarfélagsins eru merktar á. Þar geta íbúar með einföldum myndrænum hætti tjáð þá forgangsröðun um landnýtingu sem þeir telja besta og fylgt slíku vali úr hlaði með útskýringum sem settar eru inn í textabox. Aðrir þátttakendur geta brugðist við skýringunum – tekið undir röksemdir, andmælt þeim osfrv.

Til þess að taka þátt þá smellirðu hér: https://rangarthing-ytra-landsleikurinn.betraisland.is/land_use/30174

Við hvetjum alla íbúa til þess að taka þátt. Verkefnið er nýsköpunarverkefni þar sem þú getur deilt þinni sýn og hugmyndum um framtíð hálendis Íslands og er í þróun! Skoðaðu landið sem aldrei fyrr og taktu þátt í spennandi umræðum við aðra þátttakendur. Vettvangurinn er hugsaður sem möguleiki fyrir skipulagsmál í framtíðinni og gætu þá þínar hugmyndir haft áhrif á framtíðarskipulag.

ENSKA:

Join the Land Game and share your vision of the Highland's future through innovative democratic processes! Explore the Highlands like never before, as you make critical land use decisions and engage in thought-provoking discussions with fellow participants. Your choices could contribute to Highland's democratic future. Ready to leave a mark? Enter the game here: https://rangarthing-ytra-landsleikurinn.betraisland.is/land_use/30174

Hafir þú spurningar varðandi verkefnið sendu okkur póst á ry@ry.is v/landsleikur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?