18. október 2017
Fréttir

Eins og kunnugt er eru Veitur að bora eftir heitu vatni í landi Götu við Laugaland. Verklok hafa tafist af ófyrirsjáanlegum aðstæðum. Núverandi dýpi holunnar er 975 m. en áætlað er að bora niður á 1800m dýpi.
Á meðan borframkvæmd stendur er ekki hægt að nýta nærliggjandi vinnsluholu. Þar af leiðandi mun verða óbreytt staða á hitastigi vatns á meðan borframkvæmd stendur. Búist er við því að um þrjár vikur séu eftir af bortíma. Að borun lokinni verður vinnsluholan ræst að nýju.
Veitur biðjast velvirðingar á þessari töf.