Hér með er óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2016. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa allir þeir sem tengjast skóla- og menntunarstarfi með einhverjum hætti, sveitarfélög, skólanefndinr, foreldrar, kennarar og starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf. Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur.
Tilnefningar skulu hafa borist til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 31. desember nk. Tilnefningar má einnig senda á netfangið: menntaverdlaun@sudurland.is
Verðlaunin verða veitt í níunda sinn nú í vetur. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarstöðvar, háskólastofnanir, kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög o.fl.
Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldanri menntunarstarfs. Jafnframt fylgir verðlaunum formleg viðurkenning. Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í tengslumm við hátíðarfund Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í janúar nk.