Atli Már Guðnason eigandi að Lyngási 5.
Atli Már Guðnason eigandi að Lyngási 5.

Á Lyngási tóku við rekstrinum sumarið 2019 Atli Már Guðnason og hans fjölskylda en áður hafði Björn Jóhannsson (Bjössi á Lyngási) rekið þar verkstæði og verslun til fjölda ára.

Við litum við hjá Atla á dögunum og forvitnuðust um Lyngás 5.

Í hverju felst starfsemin að Lyngási í dag?

„Starfsemin í dag felst fyrst og fremst í ýmiskonar smáviðgerðum og þjónustu í kringum fjórhjólin, buggy-bílana og mótorhjólin sem við erum þjónustuaðili fyrir, CF Moto. Einnig tek ég að mér rúðuskipti í bílum og viðgerðir á glussaslöngum. Og svo er hér þessi verslun.“

Virkilega gaman er að sjá úrvalið í versluninni en þar er hægt að kaupa ýmiskonar smávörur, rúðuþurrkur, viftureimar, mótorhjólahjálma, skóflur, stígvél, skrúfur, rafgeyma, olíur og svo mætti lengi telja.

„Ég hef lagt upp með það að hlusta á fólk sem hingað kemur, að hverju fólk er að leita og hvað fólk vill að sé til, ég vil getað þjónustað heimafólkið svo lengi sem hillurnar bera það“.

Hvernig hefur reksturinn gengið ?

„Reksturinn hefur bara gengið vel, í rúðuskipti er ég að fá bíla af öllu suðurlandi og svo eru alltaf fleiri og fleiri sem líta við í versluninni“

Tilvalið er að kíkja við hjá Atla og fara yfir úrvalið því sjón er sögu ríkari.

Þið finnið Lyngás 5 á Facebook og svo er verslunin opin alla virka daga frá kl. 08:00-17:00.

Fleiri fréttir og umfjallanir um fyrirtæki í Rangárþingi ytra má nálgast í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins. 

Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu Rangárþings ytra.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?