25. maí 2012
Fréttir

Umf. Hekla ætlar að standa fyrir fjölskyldugöngu mánudaginn 28. maí næstkomandi (annan í Hvítasunnu). Fyrirhugað er að koma saman við gamla Árhús Kl:10.00 og labba niður að Ægissíðufossi. Viljum við hvetja fólk til að koma og fá sér hressandi göngutúr í morgunsárið (spáin er mjög góð). Boðið verður uppá kaffi og svala við gamla Árhús að göngu lokinni.