17. febrúar 2023
Fréttir
Bíll á Djúpósstíflu
Mynd: Stolzenwald
Mynd: Stolzenwald
Djúpósstífla 100 ára
Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd boðar til opins fundar um hvað skuli gera í tilefni þessara merku tímamóta. Allir velkomnir.
Hvar: Íþróttahúsið í Þykkvabæ
Hvenær: Þriðjudagur 21. febrúar kl. 20:00.
Hvenær: Þriðjudagur 21. febrúar kl. 20:00.
Um Djúpósstíflu:
Á árum áður var Þykkvibær einangraður þar sem Þverá rann ofan við bæinn og samgöngur oft erfiðar. Árið 1923 urðu merk tímamót í sögu þorpsins þegar heimamenn tóku sig saman og hlóðu Djúpósstíflu sem veitti Þverá niður Hólmsá og eftir það þornaði landið ofan Þykkvabæjar smátt og smátt og nýttist bændum á svæðinu sem landbúnaðarsvæði. Er verkið afar merkilegt enda allt unnið með höndum. Stíflan er 340 metra löng og 15 metra breið og stendur enn.
Á árum áður var Þykkvibær einangraður þar sem Þverá rann ofan við bæinn og samgöngur oft erfiðar. Árið 1923 urðu merk tímamót í sögu þorpsins þegar heimamenn tóku sig saman og hlóðu Djúpósstíflu sem veitti Þverá niður Hólmsá og eftir það þornaði landið ofan Þykkvabæjar smátt og smátt og nýttist bændum á svæðinu sem landbúnaðarsvæði. Er verkið afar merkilegt enda allt unnið með höndum. Stíflan er 340 metra löng og 15 metra breið og stendur enn.