Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breytinga á mörkum vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum þar sem núverandi vatnsverndarsvæði verður minnkað.
Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31. mars 2016.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Nefsholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag tjaldsvæðis
Deiliskipulagið tekur til um 9 ha svæðis úr landi Nefsholts þar sem afmarkað er svæði undir tjaldsvæði og byggingar tengdu því. Heimilt verði að reisa allt að 17 gistiskála á svæðinu ásamt því að afmarkað verður svæði undir tjaldsvæði og snyrtiaðstöðu.
Smelltu hér til þess að skoða tillöguna.
Jarlstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag fyrir alifuglahús
Jörðin Stóru-Vellir / Jarlstaðir er um 917 ha að stærð. Deiliskipulagið nær til um 6 ha svæðis úr landi Stóru Valla þar sem afmarkað er svæði undir alifuglahús. Í tillögunni er gert ráð fyrir tveimur eldishúsum fyrir samtals 60.000 kjúklinga. Stærð bygginga verði allt að 4.300 m². Hér er um breytingu á staðsetningu að ræða frá fyrri auglýsingu.
Smelltu hér til þess að skoða tillöguna.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. mars 2016.
Samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun
Hagi lóð 223438, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að heimila breytingar á lóð í landi Haga sem eru þess eðlis að um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Breytingin gerir ráð fyrir að núverandi byggingareitur færist til innan lóðar um 9 metra til norðurs.
Smelltu hér til þess að skoða tillöguna.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra