Rangárþing ytra gerir samstarfssamning við Golfklúbbinn Hellu
Golfklúbburinn Hella og Rangárþing ytra hafa undirritað samning til fjögurra ára til eflingar golfínu í héraði og til að auðvelda yngri sem eldri íbúum sveitarfélagsins þátttöku í þessari heilsueflandi íþrótt sem golfið er. Með samningnum eru félaginu tryggðir fjármunir til starfseminnar sem nema 2.800.000 kr á tímabilinu.
27. maí 2019
Fréttir