Skipulagsmál til kynningar

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Snjallsteinshöfði 1c, Ytri-Völlur og Stekkatún, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3 spildur úr landi Snjallsteinshöfða. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús, geymslu og gestahúsum. Aðkoman er sameiginleg frá Árbæjarvegi.

Deiliskipulagið má nálgast hér og hér.

Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi eru í lokaferli.

Deiliskipulagið má nálgast hér og greinargerð hér.

Klettamörk, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Klettamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi. Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi eru í lokaferli.

Deiliskipulagið má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júlí 2019.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?