Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Umsjón með matsvinnu er í höndum Landmótunar sf. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar og eru gögnin aðgengileg á heimasíðu Landmótunar.
Rangárþing ytra auglýsir eftir umsóknum um tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.