Á myndinni má sjá Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangárþings ytra, og Ingimar Arndal, forstjóra ONE…
Á myndinni má sjá Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra Rangárþings ytra, og Ingimar Arndal, forstjóra ONE-Systems á Íslandi, takast í hendur og innsigla þar með formlega notkun gáttarinnar.

Frá því í mars hefur allt ferli vegna umsókna um byggingarleyfi verið rafrænt hjá Rangárþingi ytra. Er það liður í að einfalda ferlið þegar sótt er um byggingarleyfi, gera það skýrara fyrir hlutaðeigandi og að upplýsingar séu aðgengilegar.

Með nýjungunum geta aðilar séð eftirfarandi í rauntíma:
• Hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar geta skráð sig á verk með rafrænum skilríkjum í þjónustugáttinni.
• Eigandi lóðar sér gögn málsins og stöðu þess.
• Hönnuðir sem sækja um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda sjá gögn málsins og stöðu þess.
• Hönnunarstjórar, byggingarstjórar og meistarar geta séð þau verk sem þeir eru skráðir á.
• Hönnuðir geta sent inn teikningar rafrænt til yfirferðar hjá byggingarfulltrúa.

Til að skrá sig inn á þjónustugáttina þarf íslykil eða rafræn skilríki. Hér er slóðin á þjónustugáttina:

https://hella.oneportal.is/thjonustugatt

Á kynningarfundi fyrir byggjendur, hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara sem haldinn var á hótel Stracta 23. maí sl var farið yfir helstu möguleika gáttarinnar. Þeir Ingimar Arndal og Hrafnkell Erlendsson frá ONE-Systems sýndu virkni kerfisins. Jafnframt var þjónustugáttin formlega tekin í notkun af sveitarfélaginu.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?