Opnun á Laugalandi er samkvæmt vetraráætlun frá og með deginum í dag milli 18:00-21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Einnig verður opið á Laugalandi laugardaginn 7. september frá 12:00-18:00 þar sem lokað er á Hellu vegna viðhaldsaðgerða.
Það var hátíðisdagur hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps í dag þegar teknar voru fyrstu skóflustungur að stækkun vatnsveitunnar með nýjum miðlunartank í Hjallanesi og vatnslögnum frá Lækjarbotnum niður að Bjálmholti.