Á fundi Byggðaráðs þann 22. Febrúar sl. var dregið úr gildum umsóknum að lóðum í Lyngöldu, til úthlutunar voru fjórar lóðir. Það er því greinilegt að gríðarlegur áhugi er á lóðum í sveitarfélaginu.
Á fundinum var tekin ákvörðun um að fara í gatnaframkvæmdir í ljósi þessa mikla áhuga og er undirbúningur hafinn vegna útboðs.
Það er virkilega ánægjulegt að sjá byggðina halda áfram að byggjast upp enda sveitarfélagið að búa sig undir aukinn íbúafjölda með byggingu nýs leik- og grunnskóla sem og að úthluta lóðum í atvinnu- og verslunarhverfi. Bjarg íbúðafélag fékk úthlutað einni 5 íbúða raðhúsalóð í Lyngöldu.
Þeir sem fengu úthlutaða lóð voru eftirfarandi:
Lyngalda 1
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:
- Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf.
- SG eignir ehf
- BF-Verk ehf
- Siggi Byggir ehf
- Arnar Jónsson Köhler
Lyngalda 2
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:
- BF-Verk ehf
- Helgi Gíslason
- Fareind fjárfestingar og ráðgjöf ehf
- Helgatún ehf
- Plentuz fjárfestingar ehf
Lyngalda 3
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:
- Straumar ehf
- SG-Eignir ehf
- Edda eignarhaldsfélag ehf
- Helgatún ehf
- Jón Axel Ólafsson
Lyngalda 5
- Jón Axel Ólafsson