Í síðustu viku stóð sveitarfélagið Rangárþing ytra fyrir atvinnumálþingi sem haldið var á Stracta Hótel Hellu. Yfirskrift málþingsins var „Hvað gerum við?“ en til þess að velta fyrir sér framtíðinni þá er nauðsynlegt að átta sig á því hvað við gerum í dag.
Oddvitar sveitarstjórnanna fimm hafa átt fjarfundi með þingflokkum á Alþingi. Á fundunum hafa þau kynnt verkefnið Sveitarfélagið Suðurland og svarað spurningum þingmanna, en meginmarkmiðið var að kynna áherslur sveitarstjórnanna.