Viska – Vinátta – Virðing
Spennandi stöður í boði
Í Leikskólann Laugalandi vantar okkur leikskólakennara, þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað fólk til starfa næsta haust. Um er að ræða 50% stöðu sérkennslustjóra, stöðu deildarstjóra á eldri deild og stöðu leikskólakennara.
Leitað er eftir áhugasömum, metnaðarfullum starfsmönnum, körlum jafnt sem konum sem hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eru tilbúnir til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans. Í boði eru spennandi störf sem fela í sér áframhaldandi uppbyggingu á metnaðarfullu starfi skólans.
Helstu áherslur í starfi eru m.a. traust og góð umönnun og vellíðan barnanna á allan hátt, leikur, útikennsla, slökun og fjölbreyttar vinnustundir. Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn.
Leikskólinn Laugalandi er tveggja deilda leikskóli og er staðsettur að Laugalandi í Holtum í um ca. 100 km frá Reykjavík. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.
Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á leikskolinn@laugaland.is fyrir 30. apríl n.k.
Upplýsingar veitir Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri.
Veffang: http://laugaland.leikskolinn.is
Netfang: leikskolinn@laugaland.is