Leikskólinn er fimm deilda leikskóli á Hellu og er fyrir börn á aldrinum 1-6 ára. Heklukot er heilsuleikskóli sem leggur áherslu á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Við vinnum einnig með Lubba og erum með Vináttuverkefnið Blæ á eldri deildum leikskólans. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og leitum við að leikskólakennara sem er tilbúinn til að ganga í liðið okkar og þróa starfið enn meira ásamt því að vera hluti af samfélaginu okkar.
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Að vinna aðuppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.á m.
- Að vinna að uppeldis – og menntunarstarfinu sem fram fer á deildum undir stjórn deildarstjóra.
- Taka þátt í skipulagningu á faglegu starfi á deildum.
- Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Vinna í nánu sambandi við foreldra/forráðamenn
Menntun og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg.
- Frumkvæði í starfi, sveigjanleiki og faglegur metnaður.
- Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Stundvísi og góð ástundun.
- Hreint sakavottorð.
Við bjóðum upp á:
- Tækifæri til að taka þátt í að þróa leikskólastarfið.
- Tækifæri til að kenna börnum leikni og að upplifa gleði.
- Tækifæritil símenntunar.
- Aðverða hluti af fersku, áhugasömu og faglegu vinnuumhverfi sem er í stöðugri þróun.
- Umframallt skemmtilegan vinnustað.
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og Foss.
Starfshlutfall: 100%
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Fáist ekki leikskólakennari til starfa þá er heimilt að ráða annan hæfan í stöðuna
Staðan er laus nú þegar.
Umsóknarfrestur er til og með 12.apríl 2021
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Hlín Óskarsdóttir leikskólastjóri í síma 488-7049 eða á netfanginu heklukot@heklukot.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá og afrit af leyfisbréfi auk sakavottorðs og öðrum fylgiskjölum skal senda á heklukot@heklukot.is