25. apríl 2012
Fréttir

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála, (styrkir sem Alþingi veitti áður).
Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2012. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012. Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is. Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki í síma 896-7511 eða á menning@sudurland.is