26. apríl 2012
Fréttir

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna er haldinn 26. og 27. apríl 2012 í safnaðarheimili Oddasóknar, Dynskálum 8, Hellu, Rangárþingi ytra. Hér má sjá endanlega dagskrá.
Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.
Fundinum verður sjónvarpað yfir vefinn og má horfa á útsendinguna í gegnum heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga með því að smella á tengilinn http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending
Hér má sjá tilkynningu Skipulagsstofnunar um fundinn.