Eldað fyrir Ísland

Eldað fyrir Ísland

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. 
readMoreNews
Íbúafundur vegna Bárðarbungu

Íbúafundur vegna Bárðarbungu

Íbúafundur verður mánudaginn 13. október n.k. kl. 20:00 í Menningarhúsinu, Hellu.  Á fundinn mæta Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, Þorsteinn Jóhannsson frá Umhverfisstofnun og Þórólfur Guðnason frá sóttvarnalækni auk fulltrúa frá almannavörnum í héraði. Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.
readMoreNews
Fundarboð Hreppsnefndar

Fundarboð Hreppsnefndar

4. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2014 - 2018, verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu, þriðjudaginn 14. október 2014, kl. 9.00.
readMoreNews
Vel mætt hjá Illuga

Vel mætt hjá Illuga

Góð mæting var og líflegar umræður spunnust á fundi hjá Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra á Árhúsum í kvöld. Umræðuefnið var s.k. Hvítbók í menntamálum þar sem reynt er að draga fram mikilvægar staðreyndir um menntamál á Íslandi í samanburði við önnur lönd. 
readMoreNews
Hausthreinsun

Hausthreinsun

Hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu er framundan.  Gámar verða staðsettir á „gömlu“ gámastæðum þessara staða: 10. október til 20. október m.a. á Bakkabæjum og 21. október til 30. október á Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar), Þykkvabæ, Hellu og Landvegamótum.  
readMoreNews
Stóðu sig með miklum sóma

Stóðu sig með miklum sóma

Frækið lið okkar úr Rangárþingi ytra kom, sá og sigraði í Útsvari í drengilegri keppni gegn sterku liði Dalvíkinga nú í kvöld. Það var mikil stemming í troðfullum sjónvarpssal og ekki síður á heimavelli. Mjög gaman svo ekki sé meira sagt!
readMoreNews
Nýr leikskólastjóri á Heklukoti

Nýr leikskólastjóri á Heklukoti

Auður Erla Logadóttir tók í dag við sem leikskólastjóri á Heklukoti. Auður Erla er alin upp á Hellu og þekkir vel til á Heklukoti enda hefur hún starfað þar frá árinu 2009, nú síðast sem deildarstjóri. Hún er uppeldisfræðingur frá KPS í Kaupmannahöfn. Auði Erlu fylgja góðar óskir í mikilvægu starfi fyrir Rangárþing ytra
readMoreNews
Uppskeruhátíð yngri flokka KFR

Uppskeruhátíð yngri flokka KFR

Uppskeruhátíð yngri flokka KFR verður í dag, þriðjudaginn 30. september.
readMoreNews
Hátíð í Þykkvabæ

Hátíð í Þykkvabæ

Vindmyllurnar í Þykkvabæ voru gangsettar með formlegum hætti að viðstöddu fjölmenni í dag. Athafnamaðurinn Steingrímur Erlingsson stofnandi Biokraft bauð til veislu í húsnæði Kartöfluverksmiðjunnar af þessu tilefni og Hafsteinn Einarsson í Sigtúni ræsti myllurnar.
readMoreNews

Innleiðing gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði - Kynningarfundir

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundum um innleiðingu gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði í september og okóber.
readMoreNews