23. september 2014
Fréttir
Vindmyllurnar í Þykkvabæ voru gangsettar með formlegum hætti að viðstöddu fjölmenni í dag. Athafnamaðurinn Steingrímur Erlingsson stofnandi Biokraft bauð til veislu í húsnæði Kartöfluverksmiðjunnar af þessu tilefni og Hafsteinn Einarsson í Sigtúni ræsti myllurnar.
Myllurnar eru tvær, 53 metra háar og þvermál spaða þeirra er 44 metrar. Þannig að hæðin er 74 metrar þegar spaði er í hæstu stöðu. Samanlagt afl er 1,2 MW og samið hefur verið við Orku Náttúrunnar (ON) um kaup á öllu rafmagni sem þær framleiða. Áætlað er að þær geti því séð 800-1000 heimilum fyrir rafmagni.
Sjá nánar hjá www.biokraft.is