06. október 2014
Fréttir
Góð mæting var og líflegar umræður spunnust á fundi með Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra á Árhúsum í kvöld. Umræðuefnið var s.k. Hvítbók í menntamálum þar sem reynt er að draga fram mikilvægar staðreyndir um menntamál á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Sláandi tölur komu fram um slaka lestrarkunnáttu ungra drengja sérstaklega. Rætt var um leiðir til úrbóta og kom fram að ekki þýði að einblína á eitthvað eitt í þessum efnum heldur þurfi að líta til allra þátta s.s. kennsluefnis, kennsluaðferða, kennslukrafta og heimanáms.