Hérðasskjalavörður kallar eftir gögnum
Héraðsskjalavörður Rangárvallasýslu er Einar G. Magnússon. Hann hefur unnið ötullega að því að undanförnu að skrá og taka til geymslu í safnið mikið af gögnum frá Rangárþingi ytra og gömlu hreppunum sem mynduðu sveitarfélagið. Nánast allt skjalasafnið sem vistað var í geymslum sveitarfélagsins er nú komið á sinn stað í héraðsskjalasafninu. En Einar kallar eftir frekari gögnum sem tilheyrðu félögum í Land-, Holta-, Djúpár-, og Rangárvallahreppum sem hann vill gjarnan varðveita í Héraðsskjalasafninu sbr. meðfylgjandi lista.
04. desember 2017
Fréttir