Auglýst er eftir flokkstjórum vinnuskóla og starfsfólki til að sinna slætti á görðum eldri borgara og á opnum svæðum sveitarfélagsins.
Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu.
Vinna flokkstjóra felst í umsjón og verkstjórn unglinga á aldrinum 13–16 ára við fjölbreytt umhverfistengd verkefni. Flokkstjórar þurfa að sýna gott fordæmi hvað varðar stundvísi og vinnusemi og æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Bílpróf er skilyrði.
Umsjónaraðilar opinna svæða sinna slætti á görðum eldri borgara og á opnum svæðum ásamt annarri umhirðu opinna svæða. Umsækjendur verða að hafa náð 17 ára aldri og vera með bílpróf. Vinnuvélaréttindi æskileg. Rík krafa er gerð um stundvísi og vinnusemi.
Hægt er að sækja um ofangreind störf með því að smella hér.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024.
Um er að ræða skemmtilega sumarvinnu með góðu og öflugu fólki. Öll kyn eru hvött til að sækja um störfin.
Frekari upplýsingar veitir Hjalti Tómasson á hjalti@ry.is eða í síma 857 0008.