Rangárþing ytra hefur ákveðið að fara af stað með tímabundið átak í úthlutun iðnaðar- og athafnalóða til þess að hvetja til uppbyggingar í nýju iðnaðar- og athafnahverfi sunnan Suðurlandsvegar á Hellu.
Um er að ræða tvær lóðir á iðnaðarsvæði (Sleipnisflatir 6 og 8) og tvær á athafnasvæði (Sleipnisflatir 5 og 7) í nýju iðnaðar- og athafnahverfi sunnan suðurlandsvegar á Hellu. Átakið felur í sér að boðið verður uppá áfangaskiptingu gatnagerðargjalda. Áfangaskiptingin er í samræmi við 5.gr. samþykktar um byggingargjöld. ...“Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf vers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar“.
Iðnaðarlóðirnar eru 4650m2 og 4740m2 og má bygging vera á 1-2 hæðum. Athafnalóðirnar eru 3076m2 og 3968m2 og má bygging vera á 1-2 hæðum.
Hvað er iðnaðarsvæði?
Svæði fyrir umfangsmikla iðnaðarstarfsemi eða starfsemi sem er talin geta haft mengun í för með sér, svo sem verksmiðjur, virkjanir, þ.m.t. vatnsfallsvirkjanir, jarðhitavirkjanir, sjávarfallavirkjanir og vindmyllur, tengivirki, veitustöðvar, skólpdælu- og hreinsistöðvar, endurvinnslustöðvar, brennslustöðvar, förgunarstöðvar, sorpurðunarsvæði, flokkunarmiðstöðvar og birgðastöðvar fyrir mengandi efni.
Hvað er athafnasvæði?
Svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun svo sem léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Einnig atvinnustarfsemi sem þarfnast mikils rýmis, t.d. vinnusvæði utandyra á lóðum eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.
Gatnagerð á svæðinu er nánast lokið og því gætu framkvæmdir hafist í framhaldi af útlutun.
Við lóðaúthlutun gildir fyrstur kemur fyrstur fær og eru umsóknir teknar fyrir á fundi byggðarráðs í hverjum mánuði. Sjá nánar úthlutunarreglur á www.ry.is/uthlutunarreglur
Átaksverkefnið gildir þar til þessum fjórum lóðum hefur verið úthlutað eða lengst til og með 24. ágúst 2023.
Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu www.ry.is/umsoknumlod eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, www.map.is/ry en þar má sjá nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytraí síma 488-7000 eða með tölvupósti jon@ry.is eða birgir@ry.is