Á fundi sveitarstjórnar Rangárþing ytra 11. apríl s.l. var lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 141 milljón kr og í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 121 milljón kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 1.418 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 1.524 millj. kr. Þess ber að geta að vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú, í upphafi þessa árs, þá eru gjaldfærðar 64,7 millj. kr meðal launa og launatendra gjalda á árinu 2017 en hefði það ekki komið til þá væri rekstrarniðurstaða A og B hluta sveitarfélagsins jákvæð um 206 millj. kr. Ársreikningurinn verður tekinn til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 9. maí n.k.
Rangárþing ytra ársreikningur 2017 fyrri umræða áritaður.pdf