Ferðakaupstefnan HITTUMST 2013

Ferðakaupstefnan HITTUMST 2013

Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins bjóða aðilum innan Markaðsstofu Suðurlands að taka þátt í ferðakaupstefnunni ,,Hittumst 2013" föstudaginn 6. september frá kl. 10:00 til 18:00 á Grand Hotel í Reykjavík. Gott tækifæri fyrir sunnlensk ferðaþjónustufyrirtæki til að koma sér á framfæri og tengjast ferðaheildsölum á höfuðborgarsvæðinu.
readMoreNews
Vegna losunar á pappírstunnu við heimili 19. - 22. ágúst

Vegna losunar á pappírstunnu við heimili 19. - 22. ágúst

Gámaþjónustan mun ekki losa blátunnu við heimili í sveitarfélaginu í þetta skiptið, 19. - 22. ágúst samkvæmt sorpdagatali. Ástæðan er sú að ekki er aðstaða til losunar á pappa í tilheyrandi skemmu á þessum tíma vegna kjötsúpuhátíðarinnar á Hvolsvelli og er það samkvæmt skilmálum í leigusamningi á skemmunni.
readMoreNews
Skólasetning grunnskólanna í Rangárþingi ytra

Skólasetning grunnskólanna í Rangárþingi ytra

Skólasetning Laugalandsskóla verður fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00 og hefst kennsla frá og með föstudeginum 30. ágúst samkvæmt stundaskrá kl. 8:30. Grunnskólinn á Hellu verður settur föstudaginn 30. ágúst n.k. kl. 11:00 og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá mánudaginn 2. september kl. 08:10.
readMoreNews
Töðugjöld í Rangárþingi ytra 16. - 17. ágúst 2013

Töðugjöld í Rangárþingi ytra 16. - 17. ágúst 2013

Töðugjöld er bæjarhátíð sem er haldin á Hellu í Rangárþingi ytra í ágúst ár hvert, tveimur helgum eftir verslunarmannahelgi. Meginhluti dagskrárliða, sem stendur yfir í tvo daga, föstudag og laugardag, fer fram á Hellu. Bænum er skipt upp í fjögur hverfi, hvert með sínum lit og hefur eitt hverfi það hlutverk að skipuleggja hátíðina hverju sinni.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra - Lunansholt II

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra - Lunansholt II

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Lunansholt II, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir tveimur frístundasvæðum í landi Lunansholts II í Holtum. Samtals verður allt að 13 ha svæði tekið undir frístundabyggð austan Landvegar. Gert er ráð fyrir allt að 20 frístundahúsum á svæðinu.
readMoreNews
Vatnsleikfiminámskeið eldri borgara slær í gegn

Vatnsleikfiminámskeið eldri borgara slær í gegn

Guðni Sighvatsson íþróttafræðingur hefur staðið fyrir vatnsleikfiminámskeiði fyrir eldri borgara undanfarin sjö ár og var engin breyting á því þetta árið. Námskeiðið í ár vakti mikla lukku sem fyrr og hefur mæting verið góð. 12-15 manns hafa mætt að jafnaði tvisvar í viku síðustu sjö vikur í sumar.
readMoreNews
Rólegheit í Veiðivötnum - Veiði lík því sem var árin 2002-2004

Rólegheit í Veiðivötnum - Veiði lík því sem var árin 2002-2004

Veiðin í Veiðivötnum hefur verið heldur minni í sumar en nokkur undanfarin sumur. Eftir því sem næst er komist er hún nær því að vera það sem var árin 2002 til 2004, en miklu meiri en tíðkaðist fyrir þann tíma, þe. fyrir aldamótin. Litlisjór hefur verið nokkuð daufur, og ekki gott að segja til um af hverju það stafar, að sögn Arnar Óskarssonar, sem heldur úti vefnum www.veidivotn.is.
readMoreNews
Starfsmaður á leikskóla

Starfsmaður á leikskóla

Starfsmann vantar í 50% stöðu eftir hádegi við Leikskólann Laugalandi frá 1. september n.k. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum, sveigjanlegum og metnaðarfullum einstaklingi, karli eða konu með góða skipulagshæfni ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
readMoreNews
Verslunarmannahelgin 2013 - Edrúthátið SÁÁ að Laugalandi í Holtum

Verslunarmannahelgin 2013 - Edrúthátið SÁÁ að Laugalandi í Holtum

Edrúhátíðin hefur verið haldin í 25 ár og er frábær hátíð fyrir fjölskyldu- og barnafólk. Þarna getur fólk skemmt sér áhyggjulaust með krakkana sína. Í ár verður frábær dagskrá fyrir alla, unga sem aldna. Aðgangseyrir er 6.000 kr fyrir alla helgina. Dagpassar eru á 2.500 kr. Ókeypis er fyrir 14 ára og yngri. Öll vímuefni eru bönnuð.
readMoreNews
Rangárþing ytra og Umf. Hekla skrifa undir þjónustusamning

Rangárþing ytra og Umf. Hekla skrifa undir þjónustusamning

Fimmtudaginn 18. júlí skrifuðu fulltrúar sveitarfélagsins og Umf. Heklu, þau Drífa Hjartardóttir og Guðmundur Jónasson, undir þjónustusamning vegna útbreiðslu íþrótta- og tómstunda í skólastarfi og Rangárþingi ytra. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2013 og er til fimm ára. Þjónustusamningurinn felur í sér árlega greiðslu frá Rangárþingi ytra til Umf. Heklu fyrir ákveðin skilgreind verkefni.
readMoreNews